Fréttir

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir og skóluð reiðmennska ryðja sér til rúms

Sigurfinnur Þorsteinsson á Núpi frá Kirkjubæ.
Grein eftir forstöðumann sem birtist í 46. tbl. Feykis 2020, 2. desember sl. á bls. 9 er komin á vefinn. Þetta er tíunda Feykis greinin árið 2020 og er hér haldið áfram með umfjöllun um innreið íþróttakeppna í íslenska hestamennsku og á hvern hátt skóluð reiðmennska tók að ryðja sér til rúms smátt og smátt.
Lesa meira

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir skjóta rótum

Björn Sveinsson og Hrímnir. Mynd úr safni SÍH.
Í síðustu greinum höfum við dvalið nokkuð við landsmótið 1970, en þá hófst vegferð sem við skulum nú feta áfram. Árið 1970 markaði upphaf þess þróunarskeiðs innan hestamenskunnar hér á landi sem kallast hestaíþróttir, ekki í merkingunni að á hestamennskuna hafi enginn litið sem íþrótt fyrr en þá, heldur að nýjar keppnisgreinar, sem fengu samheitið hestaíþróttir, voru teknar upp og knapar, einkum af yngri kynslóðinni á þeim tíma, fóru að leggja sig eftir þeim sérstaklega. Fyrst í stað var þetta nokkuð það sem líkja mætti við „jaðaríþrótt“ sem svo jafnt og þétt sótti í sig veðrið og er í dag orðin þungamiðjan í þeim hluta hestamennskunnar sem snýst um keppni.
Lesa meira

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Upphaf íþróttakeppna

Frá fyrsta Evrópumóti íslenskra hesta. Mynd: SÍH
Í síðustu grein hér á síðunni var fjallað um landsmótið á Þingvöllum 1970 sem var mjög sögulegt fyrir margra hluta sakir; vegna hinna voveiflegu atburða er þá hentu, afleits veðurs og almennt heldur slæmra aðstæðna. Bent var á í því sambandi með hve miklum ólíkindum það væri hversu oft mælikvarðar dagsins í dag eru settir á löngu liðna atburði. Á hitt er svo rétt að minna að í Morgunblaðinu kemur fram að gestir hefðu verið hvorki meira né minna en 10 þúsund manns sem þýðir að tæp 5% þjóðarinnar mættu á mótið sem jafngildir að nú myndu gestir á landsmótum vera rétt tæp 18 þúsund (!) Þó gerðist þar atburður sem var upphaf mikillar sögu en þá fór fram forkeppni vegna þátttöku Íslands í fyrsta Evrópumeistaramótinu sem fram fór um haustið og var það upphaf mikillar sögu sem rakin verður áfram í næstu greinum.
Lesa meira

Dagatal

« Janúar 2021 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31 

Hestavísan

Reið ég Grána, yfir ána, aftur hána færðu nú. Ljóss við mána teygði hann tána takk fyrir lánið, Hringabrú. Óþ.höf.

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  Sími: 455 6345  |  KT 411014-1420  |  sogusetrid@gmail.com