Sýningar og opnunartími

Sögusetrið er nú lokað tímabundið. 


 

 

 

 

 

 

 

 




Gamla hesthúsið í hjarta Hólastaðar hýsir Sögusetur íslenska hestsins
Staðsetning:
N 65°43.970
W 19°6.739
map datum: wgs-84

Sýningin Íslenski hesturinn, er byggð upp með leikmyndum, kvikmyndum, myndskeiðum og munum. Sýningin er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga.

Sérsýningin er kynning á helstu stofnfeðrum og –mæðrum í íslenskri hrossarækt frá upphafi skipulegra kynbóta fram til dagsins í dag. Sérsýningin gefur mikla innsýn í þróun reiðtygja, ekki sísst kvensöðla og er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands.

Aðgangseyrir á sýningarnar Íslenski hesturinn (neðri hæð) og Uppruni kostanna (efri hæð) er alls 1.000 kr. Fyrir hópa 10 eða fleiri 700 kr. Aðgangseyrir eldri borgara 500 kr. Fritt fyrir börn.

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420