Saga hrossaræktar - félagskerfið, þriðja grein

Sigurður Haraldsson og Þáttur frá Kirkjubæ. Lm:EEG
Sigurður Haraldsson og Þáttur frá Kirkjubæ. Lm:EEG

Í grein þessari eftir forstöðumann Sögusetursins sem birtist á prenti á bls. 13 í 17. tbl. Feykis þann 4. maí sl. var haldið áfram með umfjöllun um sögu hrossaræktarinnar og var þá lokið að rekja megin þættina í sögu félagskerfisins og í lok greinarinnar skyggnst inn í framtíðina hvað það varðar.

Myndin sem fylgir greininni er af þekktum hesti sem var lengi vel í einkaeigu en síðar í sambandseign: Þáttur 722 frá Kirkjubæ (IS1967186102). Sýndur á LM78 hvoru tveggja sem einstaklingur með einkunnina 8,16 og stóð þriðji í röð í elsta flokki stóðhesta (6 vetra og eldri) og með afkvæmum og hlaut 1. verðlaun, eink.: 8,09 og annað sætið. Var þá keyptur af Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga. Hlaut svo heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmótinu 1982, eink.: 8,17 og annað sætið. Í WF eru skráð 611 afkvæmi hestsins og 117 þeirra með fullnaðardóm. Myndin er tekin á Skógarhólum árið 1978, knapi: Sigurður Haraldsson. Mynd úr safni SÍH, ljm.: Einar E. Gíslason.

Lesa má greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420