Flýtilyklar
Fréttir
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins – Heimsleikar íslenska hestsins verða til
08.04.2021
Í greininni er saga hestaíþróttanna rakin áfram með sérstaka áherslu á þátttöku Íslands á Evrópumótunum; tvær breytingar hvað þau varðar eru teknar til sérstakrar umfjöllunar, annars vegar hin breytta nafngift þegar hætt var að tala um Evrópumót og farið að tala um heimsmeistaramót íslenska hestsins eða heimsleika á íslenskum hestum og hins vegar hvernig þátttaka með kynbótahross smám saman festist í sessi á leikunum.
Lesa meira
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Fyrsta íslandsmótið í hestaíþróttum
01.03.2021
Í greininni er saga íþróttakeppnanna rakin áfram, með sérstaka áherslu á Evrópumótin vel fram á níunda áratuginn og fyrsta Íslandsmótið sem haldið var á Selfossi árið 1978 í samvinnu Íþróttaráðs LH sem sett var á laggirnar árið áður, 1977, og hestamannafélagsins Sleipnis.
Lesa meira
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir, sagan rakin
01.02.2021
Fyrsta Feykisgrein forstöðumanns SÍH á nýju ári; birtist á prenti á bls. 9 í 1. tbl. Feykis 41. árg., 6. janúar 2021. Haldið er áfram með sögu íþróttakeppninnar og athyglinni sérstaklega beint að árinu 1978 en þá var síðasta landsmótið haldið að Skógarhólum í Þingvallasveit en þá voru jafnframt í fyrsta sinn keppnisgreinar íþróttakeppna á dagskrá landsmóts.
Lesa meira
Leit
Myndahornið
Fróðleiksmolinn
,,Reiðföt voru úr svörtu vaðmáli og pilsin mjög síð. Þá riðu konur í söðlum og höfðu undirdekk. Var metnaðarmál, að þau væru sem fallegust. Ólafur átti grænt undirdekk, í hornin voru saumaðar rósir og fangamark hans. Æfinlega brá hann hnút á taglið á hestinum, sem hann reið, og var það kallað að gera upp taglið."
Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna e. Ólínu Jónasdóttur, f. 1885.