Fréttir

Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna - Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Sigurbjörn Bárðarson. Mynd:Brynjar Gauti Sveinsson
Í greininni er rakið á hvern veg hestamennskan festist í sessi á meðal íþrótta landsmanna, þó oft sé á brattann að sækja. Mikið hefur þó áunnist; stóraukning á inniaðstöðu til reiðmennsku skiptir þar sköpum, stofnun deildarkeppna þar sem Meistaradeildin í hestaíþróttum fer fyrir auk vaxandi utanumhalds um landsliðið í hestaíþróttum, samfara eflingu heimsleikanna svo nokkur atriði séu nefnd til sögunnar sem rakin eru í greininni.
Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag


í dag, þann 18. maí, er alþjóðlegi safnadagurinn. Af því tilefni birtum við hér kynningarmyndband um Sögusetur Íslenska hestsins. Tilkynning um opnunardag og opnunartíma sumarsins munu birtast síðar.
Lesa meira

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Reiðkennsla eflist – réttindi verða til

Frá fyrsta eiginlega reiðnámskeiðinu á Íslandi
Í greininni er rakið hvernig sá skilningur, að hestamennsku mætti læra, festist í sessi en lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en sumir aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Lesa meira

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólar í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  sogusetur@sogusetur.is  |  Kt. 411014-1420