Sögusetur íslenska hestsins var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Háskólanum á Hólum og gert að sjálfseignarstofnun árið 2006.
Setrið er alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um íslenska hestinn og miðlar þekkingu í gegnum fyrirlestra, málþing, greinaskrif, stafræna miðlun og sýningahald. Þá leitast setrið við að eiga í góðu samstarfi við hestamannafélög, menningarstofnanir, fræðasamfélagið og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Verkefnastjóri Sögusetursins er Kristín Halldórsdóttir.
Stjórn Sögusetursins skipa að jafnaði aðilar frá sveitarfélaginu Skagafirði, Hólaskóla og Byggðasafni Skagfirðinga, sjá nánar hér.
Ljósmyndir og gripir
Setrið hefur fengið þónokkuð safn mynda að gjöf en hægt er að sjá úrval þeirra hér.
Athugið að setrið tekur ekki við munum til varðveislu en gripir í sýningum setursins eru lánsgripir frá Byggðasafni Skagfirðinga og einkaaðilum.