Bækur

Íslenski hesturinn er langstærsta og yfirgripsmesta verk sem út hefur komið um þetta einstaka hrossakyn. Fjallað er um nær allt sem viðkemur hestinum: uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika, liti, lifnaðarhætti oghæfileika, en einnig hlutverk hans í daglegu lífi, á ferðalögum og í skáldskap og listum auk hins ótrúlega landnáms erlendis. Bókin kom út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.
Höfundar: Gísli B. Björnsson og Hjalti Sveinsson
Útgefendur: Sögusetur íslenska hestsins og Mál og menning
Sýningarskrár og önnur rit
- Prýðileg reiðtygi frá liðnum öldum
- Splendid Saddlery from Past Centuries
- Dekoratives Sattel- und Zaumzeug aus früheren Jahrhunderten
- Íslenski hesturinn á fullveldisöld
- The Icelandic Horse in the Age of Sovereignty
- Uppruni kostanna: Kynning og Sýningin
- The Origin of the Traits of the Icelandic Horse: Introduction and The exhibitions text
- Die Eigenschaften des Islandpferdes: Einführung und Ausstellungstext