Saga hrossaræktar – félagskerfið, hrossaræktarfélögin

Sjá myndskýringu í frétt. Mynd:Ólafur Magnússon.
Sjá myndskýringu í frétt. Mynd:Ólafur Magnússon.

Í grein þessari eftir forstöðumann Sögusetursins sem birtist á prenti á bls. 9 í 9. tbl. Feykis þann 2. mars sl. var haldið áfram með umfjöllun um sögu hrossaræktarinnar og var þá hafið að rekja sögu félagskerfisins og mun því haldið áfram í a.m.k. næstu tveimur greinum en þær birtast mánaðarlega eins og kunnugt er.

Í greininni eru forsendur fyrir stofnun hrossaræktarfélaganna raktar og gerð grein fyrir inntaki starfseminnar.

Á meðfylgjandi mynd er þekktur félagshestur: Nasi 88 frá Skarði, fæddur 1918 hjá Matthíasi Jónssyni, Skarði í Gnúpverjahreppi. Sýndur við Ölfusárbrú 1922 og 1927 og hlaut 1. verðlaun í bæði skiptin, hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi í Stafholtsrétt 1927. Hrfél. Gnúpverjahrepps keypti Nasa árið 1928 og notaði hann til kynbóta til ársins 1940. Nasi reyndist farsæll kynbótahestur, var oft sýndur og hlaut ætíð fyrstu verðlaun. Í hestinn heldur Theodór Arnbjörnsson hrossaræktarráðunautur BÍ. Úr bókinni Íslenski hesturinn, bls. 206, útg. MM og SÍH 2004, ljm.: Ólafur Magnússon.

 Lesa má greinina í heild sinni hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420