Sögusetrið hlaut styrki frá SSNV

Evelyn Ýr og Elisabeth Jansen
Evelyn Ýr og Elisabeth Jansen
Mánudaginn 12. janúar sl. fór fram afhending styrkja úr Uppbyggingarsjóði SSNV fyrir árið 2026. Sögusetur íslenska hestsins fékk eftirfarandi styrki:
  • 1.000.000 kr. Sögusetur íslenska hestsins á Landsmóti hestamanna
  • 2.000.000 kr. Stofn- og rekstrarstyrkur
Við færum Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kærar þakkir fyrir stuðninginn og traustið! Þessir styrkir munu sannarlega koma að góðum notum en framundan er spennandi ár með Landsmót hestamanna á Hólum og önnur fjölbreytt verkefni á dagskránni.
 
Á myndinni er Elisabeth Jansen, fulltrúi Háskólans á Hólum í stjórn Söguseturs íslenska hestsins sem tók við styrknum fyrir hönd setursins, ásamt Evelyn Ýr sem tók við styrkjum fyrir hönd Söguseturs Íslenska fjárhundsins.

Svæði

  •  

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólar í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  sogusetur@sogusetur.is  |  Kt. 411014-1420