16.01.2026
Mánudaginn 12. janúar sl. fór fram afhending styrkja úr Uppbyggingarsjóði SSNV fyrir árið 2026. Sögusetur íslenska hestsins fékk eftirfarandi styrki:
- 1.000.000 kr. Sögusetur íslenska hestsins á Landsmóti hestamanna
- 2.000.000 kr. Stofn- og rekstrarstyrkur
Við færum Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kærar þakkir fyrir stuðninginn og traustið! Þessir styrkir munu sannarlega koma að góðum notum en framundan er spennandi ár með Landsmót hestamanna á Hólum og önnur fjölbreytt verkefni á dagskránni.
Á myndinni er Elisabeth Jansen, fulltrúi Háskólans á Hólum í stjórn Söguseturs íslenska hestsins sem tók við styrknum fyrir hönd setursins, ásamt Evelyn Ýr sem tók við styrkjum fyrir hönd Söguseturs Íslenska fjárhundsins.

