08.12.2025
Helgina 13. og 14. desember verður upplagt að leggja leið sína á Hóla í Hjaltadal og njóta notalegrar jólastemningar. Hátíðarblær verður yfir bænum þar sem gestir geta notið menningar, handverks, ljúffengra veiting og útivistar á þessum fallega og sögufræga stað.
Endilega skoðið viðburðinn á Facebook hér.
Laugardagur 13. desember
Opið hús hjá Sögusetri íslenska hestsins kl. 12-16:
- Ókeypis aðgangur á sýningar safnsins
- Jólamarkaður og fleira skemmtilegt á efri hæð hússins
- Eldur verður tendraður utandyra og boðið verður upp á ýmis konar góðgæti
Bjórsetrið opnar kl. 15 - þar verður hægt að kaupa ljúffenga jólaglögg til að ylja sér.
Viltu taka þátt í jólamarkaði SÍH? Handverksfólk og aðrir sem vilja bjóða upp á smávöru er velkomið að skrá sig hjá:
Amber - amber@holar.is
Elisabeth - jansen@holar.is
Elisabeth - jansen@holar.is
Sunnudagur 14. desember
Þann 14. desember verður aðventustemning í Hringversskógi kl. 13-15.
Sjá nánar á Facebook-síðu Hringversskógar.

