Saga hrossaræktar - sigið af stað. Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins.

Mynd: Magnús Ólafsson (1862-1937)
Mynd: Magnús Ólafsson (1862-1937)

Grein þessi birtist á prenti á bls. 9 í 42. tbl. Feykis þann 3. nóvember sl. Þetta er þriðja greinin í greinaflokki um sögu hrossaræktar sem birtast mun á síðum blaðsins næstu mánuðina eða misserin raunar má ætla, svo viðamikið er efnið sem er undir. Í greininni er rakið upphaf almennrar leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði, hvenær fyrst var farið að veita hana í hrossarækt og sagt frá fyrstu tilraun sem gerð var til að setja kynbótamarkmið í greininni.  

Minnt er á að allar greinarnar sem birst hafa í Feyki frá SÍH, í nú að verða full fjögur ár, er að finna hér á heimasíðunni undir slánni; Fræðsla sem er einn af efnisþáttunum efst á síðunni. Þegar Fræðsla hefur verið valið er undirflokkurinn; Greinar forstöðumanns í Feyki, valinn.

Myndin sem greininni fylgir; „Hestar að verki við tjörusteypun Pósthússtrætis í Reykjavík.“, er tekin af Magnúsi Ólafssyni (1862–1937) sem er einn af merkustu brautryðjendum ljósmyndunar á Íslandi, hann hafði mikla köllun til verkefnisins og tók sig upp úr góðu starfi við verslun í Stykkishólmi og á Akranesi og lærði undirstöðuatriði ljósmyndunar á stofu Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík og varð fullnuma hjá Peter Elfelt í Kaupmannahöfn og lauk námi 1901 og opnaði þá stofu í Reykjavík, tæplega fertugur. Hann var mjög virkur og skapandi ljósmyndari, því auk þess að taka myndir á stofunni, eins og algengast var hjá ljósmyndurum þá og löngu síðar, fór hann með myndavél sína út um borg og byggð. Þegar eitthvað gekk á en líka fangaði hann augnablik hins venjulega hversdagslífs. (Úrvalið, íslenskar ljósmyndir 1866-2009, Einar Falur Ingólfsson, Sögur útgáfa 2009).    

Hægt er að lesa greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420