Saga hrossaræktar – reiðhrossamarkaðir erlendis

Reiðsýning í Ásbyrgi. Ljm.: Axel Jón Ellenarson.
Reiðsýning í Ásbyrgi. Ljm.: Axel Jón Ellenarson.

Um er að ræða seinni grein af tveimur um þróun hrossamarkaða erlendis en þessi misserin er beint athyglinni í skrifunum í Feyki að sögu hrossaræktar. Eins og gefur að skilja er þróun hrossamarkanna ómissandi þáttur, því til lítils er ræktunin ef ekki selst. Allt þarf þetta að haldast í hendur ef vel á að farnast.

Áhugasömum skal bent á að allar greinar forstöðumanns í Feyki eru aðgengilegar hér á heimasíðunni undir slánni Fræðsla sem er einn af efnisþáttunum efst á síðunni, þegar Fræðsla hefur verið valin er undirflokkurinn; Greinar forstöumanns í Feyki, valinn.

Myndin sem greininni fylgir er af reiðsýningu sem efnt var til í Ásbyrgi í tilefni af ársfundi sjávarútvegs-, landbúnaðar- og matvælaráðherra Norðurlandanna sem fram fór hér á landi í ágúst 2004 en reiðsýningar hafa allt frá upphafi markaðssetningar íslenska hestsins skipað háan sess; hvort sem um er að ræða þátttöku í stórum hestasýningum, almenna kynningu á hestinum til fróðleiks og skemmtunar eða hreinar og klárar sölusýningar. Á myndinni eru frá vinstri talið: Kristinn Hugason á Boðna frá Ytra-Dalsgerði, Sigurbjörn Bárðarson á Sörla frá Dalbæ II, Elsa Albertsdóttir á Gusti frá Syðra-Vallholti, Árni Björn Pálsson á Brjáni frá Hamrahlíð, Erlingur Ingvarsson á Ísidór frá Árgerði og Silvía Sigurbjörnsdóttir á Kára frá Búlandi. Ljm.: Axel Jón Ellenarson.  

Lesa má greinina í heild sinni hér.

 


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420