Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein

Gísli Höskuldsson og Gáski. Mynd:Einar E. Gíslason
Gísli Höskuldsson og Gáski. Mynd:Einar E. Gíslason

Í grein þessari eftir forstöðumann Sögusetursins sem birtist á prenti á bls. 19 í 14. tbl. Feykis þann 6. apríl sl. var haldið áfram með umfjöllun um sögu hrossaræktarinnar og var þá haldið áfram að rekja sögu félagskerfisins og mun því lokið í næstu grein en þær birtast mánaðarlega eins og kunnugt er.

Í greininni er athyglinni áfram beint að hrossaræktarfélögunum, stofnun hrossaræktarsambandanna rakin og athyglinni beint að inntaki starfsemi þeirra.

Á meðfylgjandi mynd er kunnur hestur í eigu hrossaræktarsambands og notaður á vegum sambandanna víða um land: Gáski frá Hofsstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði (IS1973135980), fæddur Kristfríði Björnsdóttur. Sýndur á héraðssýningu 1977, aðaleink. 7,75 og á LM78 á Skógarhólum, aðaleink. 8,32. Hesturinn var seldur Hrossaræktarsambandi Suðurlands árið 1980. Í WF eru skráð 654 afkvæmi hestsins og 169 þeirra með fullnaðardóm. Myndin er tekin á Skógarhólum árið 1978, knapi: Gísli Höskuldsson. Mynd úr safni SÍH, ljm.: Einar E. Gíslason.

Lesa má greinina í heild sinni hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420