Nýtt efni hér á heimasíðunni

Undir efnisliðnum Fræðsla, sjá slána hér fyrir ofan, er kominn inn nýr þáttur sem eru greinar forstöðumanns SÍH sem birst hafa í héraðsfréttablaðinu Feyki nú í ár og í fyrra. Greinarnar fjalla um ýmisleg efni sem öll falla með einum eða öðrum hætti undir verkefnasvið Sögusetursins. Umfjöllunarefni greinanna í fyrra voru af ýmsum toga en í ár hefur áherslan verið lögð á að fjalla um hin fjölbreytilegu hlutverk íslenska hestsins í samfylgd hans með þjóðinni í gegnum aldirnar.

Auk þess að birtast fyrst í prentaðri útgáfu Feykis hafa greinar þessar verið aðgengilegar á heimasíðu blaðsins undir flokknum Pistlar og á facebókarsíðu SÍH. Hér eru þær hins vegar allar aðgengilegar á einum stað og er því auðveldara að nálgast þær sé áhugi á.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420