Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Frá landsmóti 1974.  Mynd: Friðþj. Þorkelsson.
Frá landsmóti 1974. Mynd: Friðþj. Þorkelsson.

Komin er hér á vefinn ný grein eftir forstöðumann Sögusetursins sem áður birtist á bls. 8 í 5. tbl. Feykis, 5. febrúar 2020 og nefnist Fáein orð um reiðfatnað.

Þar segir í upphafi greinarinnar: „Í þessari grein langar mig til að taka smásveig í umfjöllun minni um sögu og þróun hestamennsku og keppni á hestum hér á landi og víkja ögn að þróun reiðfatnaðar. Ekki ætla ég hér að fara djúpt í efnið eða að hverfa langt aftur í tímann en í hinni stórfróðlegu bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir, sem út kom hjá Máli og mynd árið 2002, er gamla tímanum gerð góð skil og mun ég síðar víkja að því og gera þessu efni frekari skil. Enda er það svo víðfeðmt að ekki verður afgreitt í einni stuttri grein. Núna langar mig hins vegar til að tæpa á fáeinum seinni tíma sögupunktum.“

Greinina, ásamt fleiri útgefnum greinum fostöðumanns Sögusetursins má finna með því að velja „Fræðsla" hér að ofan og velja svo „Greinar forstöðumanns í Feyki".

Myndin er frá landsmótinu á Vindheimamelum 1974. Til vinstri er Núpur frá Kirkjubæ, sigurvegari í flokki alhliða gæðinga á mótinu, setinn af eiganda sínum Sigurfinni Þorsteinssyni klæddum í félagsbúning FT að vísu ekki með rautt bindi, þess í stað með klút. Til hægri Jóhann Friðriksson í Kápunni afar smekklega klæddur í brúntóna sjatteringu, buxurnar drappleitar og reiðstígvélin brún leðurstígvél. Hesturinn sem Jóhann situr er óþekktur en gæti verið afkvæmi Blesa frá Núpakoti (577) eins og Núpur sjálfur en Blesi var sýndur með afkvæmum á mótinu og hlaut Sleipnisbikarinn. Ljósmynd úr safni SÍH, ljm.: Friðþj. Þorkelsson.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420