Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Upphaf íþróttakeppna

Frá fyrsta Evrópumóti íslenskra hesta. Mynd: SÍH
Frá fyrsta Evrópumóti íslenskra hesta. Mynd: SÍH

Í síðustu grein hér á síðunni var fjallað um landsmótið á Þingvöllum 1970 sem var mjög sögulegt fyrir margra hluta sakir; vegna hinna voveiflegu  atburða er þá hentu, afleits veðurs  og almennt heldur slæmra aðstæðna. Bent var á í því sambandi með hve miklum ólíkindum það væri hversu oft mælikvarðar dagsins í dag eru settir á löngu liðna atburði. Á hitt er svo rétt að minna að í Morgunblaðinu kemur fram að gestir hefðu verið hvorki meira né minna en 10 þúsund manns sem þýðir að tæp 5% þjóðarinnar mættu á mótið sem jafngildir að nú myndu gestir á landsmótum vera rétt tæp 18 þúsund (!)

Þó gerðist þar atburður sem var upphaf mikillar sögu en þá fór fram forkeppni vegna þátttöku Íslands í fyrsta Evrópumeistaramótinu sem fram fór um haustið og var það upphaf mikillar sögu sem rakin verður áfram í næstu greinum.

Myndin hér til hliðar er frá fyrsta Evrópumóti íslenskra hesta. Á myndinni eru Gunnar Bjarnason (til vinstri) og mótshaldarinn Walter Feldmann eldri. „Um miðjan sjöunda áratuginn var farið að halda árlegt mót fyrir íslenska hesta í Aegidienberg og þar hittust Íslandshestavinir víðsvegar úr Evrópu en stofnfundur FEIF var einmitt haldinn við slíkt tækifæri árið 1969.“ (Íslenski hesturinn, útg. MM og SÍH, 2004, bls. 308). Ljósmynd úr safni SÍH, Friðþj. Þorkelsson.

Sjá má greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420