Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Reiðkennsla eflist – réttindi verða til

Frá fyrsta eiginlega reiðnámskeiðinu á Íslandi
Frá fyrsta eiginlega reiðnámskeiðinu á Íslandi

Í greininni er rakið hvernig sá skilningur, að hestamennsku mætti læra, festist í sessi en lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en sumir aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.

Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta eiginlega reiðnámskeiðinu sem haldið var á Íslandi, fór það fram í nýuppsettu reiðgerði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík í mars 1971. Kennarar voru Walter Feldmann eldri og yngri og þeim til aðstoðar Ragnheiður Sigurgrímsdóttir, menntaður reiðkennari frá Þýskalandi og í forystusveit FT á fyrstu árunum, á myndinni eru Feldmann eldri og Ragnheiður ásamt hluta þátttakenda. Mynd úr safni SÍH, ljm.: Friðþjófur Þorkelsson.

Lesa má greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420