Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna - Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Sigurbjörn Bárðarson. Mynd:Brynjar Gauti Sveinsson
Sigurbjörn Bárðarson. Mynd:Brynjar Gauti Sveinsson

Grein eftir forstöðumann sem birtist á prenti á bls. 9 í 18. tbl. Feykis, 5. maí sl.

Í greininni er rakið á hvern veg hestamennskan festist í sessi á meðal íþrótta landsmanna, þó oft sé á brattann að sækja. Mikið hefur þó áunnist; stóraukning á inniaðstöðu til reiðmennsku skiptir þar sköpum, stofnun deildarkeppna þar sem Meistaradeildin í hestaíþróttum fer fyrir auk vaxandi utanumhalds um landsliðið í hestaíþróttum, samfara eflingu heimsleikanna svo nokkur atriði séu nefnd til sögunnar sem rakin eru í greininni.

Þess merka áfanga er getið sérstaklega þegar hestaíþróttamaður náði því að verða íþróttamaður ársins. En Sigurbjörn Bárðarson var útnefndur íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna árið 1993 sem er æðsta viðurkenning sem er veitt í íslenskum íþróttaheimi. Sigurbjörn er eini hestaíþróttamaðurinn sem hefur hlotið þennan heiður. Á myndinni sem fylgir greininni er einmitt mynd af Sigurbirni með farandgripinn sem veittur er ásamt keppnishesti sínum Oddi frá Blönduósi sem var farsæll kepnnishestur hans á þessum árum. Ljósmyndina tók Brynjar Gauti Sveinsson.

Lesa má greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420