Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Mynd úr safni SÍH, ljm. Kristján Einarsson
Mynd úr safni SÍH, ljm. Kristján Einarsson

Komin er hér inn á vefinn ný grein eftir forstöðumann SÍH sem birtist á bls. 10 í 22. tbl. Feykis 3. júní sl. Í greininni er þróun íslensku gæðingakeppninnar rakin allt fram til dagsins í dag og er botninn þar með sleginn í umfjöllun um þann þáttinn. Hlé verður jafnframt gert á skrifum í sumar en þráðurinn tekinn upp aftur í haust og í fyrsta tbl. september verður hafin umfjöllun um íþróttakeppnina. Hér á vefnum má finna allmargar greinar til viðbótar um ýmisleg söguleg efni sem birts hafa í Feyki síðustu misseri og ár, sjá undir Fræðsla og Greinar forstöðumanns í Feyki.

Á myndinni má sjá Hlyn frá Akureyri, sigurvegara í B-flokki gæðinga á landsmótinu 1978. Knapi: Eyjólfur Ísólfsson, síðar yfirreiðkennari Hólaskóla um árabil. Þeir sigruðu einnig töltkeppni landsmótsins með hæstu einkunn sem gefin hafði verið. Hesturinn fór jafnframt í kynbótadóm sem geldingur og afkv. föður síns Sörla 653 frá Sauðárkróki og var áberandi í heiðursverðlaunasýningu hans á mótinu þar sem Sörli hlaut Sleipnisbikarinn. Mynd úr safni SÍH, ljm. Kristján Einarsson.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420