Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Komin er hér á vefinn ný grein eftir forstöðumann Sögusetursins sem áður birtist á bls. 8 í 9. tbl. Feykis, 4. mars 2020 og nefnist Svipa eða pískur.

Í greininni er fjallað um hinn merka grip, íslensku svipuna, sögu hennar og sérstöðu og deildar meiningar um gagnsemi hennar. Jafnframt er gerð grein fyrir tilkomu keyrisins eða písksins og hvernig hann tók svo alfarið yfir og svipan hvarf nema sem stofustáss.

Meðfylgjandi mynd er úr bókinni Íslenski hesturinn, útg. 2004 af Máli og menningu og Sögusetri íslenska hestsins. Myndin er tekin af Sigfúsi Eymundssyni ljósmyndara af hópi herramanna í útreiðatúr inni við Rauðará í Reykjavík að líkindum árið 1907. Í léttivagninum situr Árni Thorsteinsson landfógeti, aftan við hann er sonur hans Árni tónskáld, gráa hestinn til hliðar situr Lárus H. Bjarnason prófessor og fyrirmennið með svipuna í virðulegri stellingu er Ludvig Hansen kaupmaður.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420