Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Komin er hér á vefinn ný grein eftir forstöðumann Sögusetursins sem áður birtist á bls. 9 í 1. tbl. Feykis, 8. janúar 2020 og nefnist Íslenska gæðingakeppnin – Landsmótið 1950.

Þar segir m.a.: „Í því atriði að fá fram stöðumat á hvar fremstu gæðingar landsins stæðu á árinu 1950 var hvatning fólgin að vanda svo til vals dómnefndarmanna sem nokkur kostur var. Skipuðu enda dómnefndina einvörðungu menn hoknir af reynslu og komnir vel á efri ár (meðalaldur rúmlega 66 ár). ..... voru það: Eggert Jónsson frá Nautabúi, formaður dómnefndarinnar, Ásgeir Jónsson frá Gottorp og Ásgeir Jónsson frá Hjarðarholti.“ En röksemdin fyrir vali dómnefndarmannanna var sú ætlan þáverandi stjórnar LH: „að fá það staðfest og skjalfest hvernig hinir bestu hestamenn af hinum gamalgróna íslenska reiðskóla litu á og skilgreindu kosti bestu gæðinga sem til voru í landinu árið 1950 þar sem vonir stóðu til að þá yrði hverfipunktur í sögu hrossaræktar á Íslandi.“

Greinina, ásamt fleiri útgefnum greinum fostöðumanns Sögusetursins má finna með því að velja „Fræðsla" hér að ofan og velja svo „Greinar forstöðumanns í Feyki".

Á myndinni er efsti gæðingurinná mótinu 1950, Stjarni frá Hólum. Skyldleikaræktaður af Svaðastaðastofni. Knapi Ingólfur Guðmundsson. Ljósmyndari óþekktur, úr bókinni Í morgun ljómann – Saga L.H. í 35 ár. Skráð af Steinþóri Gestssyni á Hæli.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420