Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Landsmót á Vindheimamelum 1982 Mynd úr safni SÍH
Landsmót á Vindheimamelum 1982 Mynd úr safni SÍH

Komin er hér á vefinn ný grein eftir forstöðumann Sögusetursins sem áður birtist á bls. 9 í 46. tbl. Feykis, 4. desember 2019 og nefnist Íslenska gæðingakeppnin.

Þar segir m.a.: „Fátt er íslenskara í hestamennskunni en gæðingakeppnin, nema ef vera kynni skeiðkappreiðar sem er jú elsta séríslenska keppnisgreinin. Forvitnilegt er í þessu sambandi að átta sig á samþættri rót beggja greinanna og jafnvel mætti segja gæðingakeppnina afsprengi skeiðkeppninnar“ Þetta er svo nánar rakið í greininni. Á þessu nýbyrjaða ári verður greinaskrifunum framhaldið á síðum Feykis. Ásamt mörgu fleiru sem Sögusetrið mun fitja upp á og verður nánar kynnt hverju sinni.

Greinina, ásamt fleiri útgefnum greinum fostöðumanns Sögusetursins má finna með því að velja "fræðsla" hér að ofan og velja svo "greinar forstöðumanns í Feyki".

Meðfylgjandi mynd er frá Landsmóti á Vindheimamelum 1982, hópreið efstu gæðinga í A-flokki. Myndin er úr safni SÍH, ljm. JTS.

 


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420