Nokkur fjölgun á sýningu Söguseturs íslenska hestsins í sumar

Sumaropnun Söguseturs íslenska hestsins áriđ 2018 lauk 31. ágúst. Gestir voru alls 1177, ţar af 153 börn. Ţeir sem greiddu ađgangseyri voru ţannig 1024, sem er nokkur fjölgun frá fyrra ári. Mjög athyglisvert er hversu víđa ađ gestir setursins í sumar komu, eđa frá 29 ţjóđlöndum auk Íslands, ađ vísu einungis örfáir frá sumum ţeirra. Rétt eins og fyrri ár eru ţýskir gestir í sérflokki hvađ fjölda varđar, en ţeir voru 392, eđa rétt rúm 38%. Íslendingar voru í öđru sćti međ 138 gesti og Bandaríkjamenn í ţví ţriđja međ 69 gesti. Nćstir komu svo Hollendingar (61 gestur), Svisslendingar (60 gestir) og Svíar (54 gestir).

Hvađ annađ starf á Sögusetrinu varđar, var sumariđ, sem nú er sem óđast ađ líđa, farsćlt. Sögusetur íslenska hestsins stóđ ţannig fyrir sýningunni Íslenski hesturinn á fullveldisöld á landsmóti hestamanna, sem fram fór á félagssvćđi Hestamannfélagsins Fáks í Reykjavík, dagana 1. til 8. júlí. Sýningin var hluti af dagskrá 100 ára fullveldis Íslands 1918 - 2018 og var styrkt af afmćlissjóđi ţess. RML var faglegur samstarfsađili SÍH viđ samantekt sýningarinnar sem styrkt var af Stofnverndarsjóđi íslenska hestakynsins, Uppbyggingarsjóđi Norđurlands vestra, Sveitarfélaginu Skagafirđi og mennta- og menningarmálaráđuneytinu, auk afmćlisnefndar fullveldisafmćlisins eins og fyrr segir. Sýningin mun fljótlega verđa ađgengileg hér á heimasíđunni, auk ţess sem hún verđur sett upp í Skagafirđi og mun ţađ hvoru tveggja verđa kynnt sérstaklega er ţar ađ kemur. Nú í haust og á nćsta ári liggur ýmislegt fleira fyrir er varđar áframhaldandi uppbyggingar- og rannsóknastarf hjá Sögusetri íslenska hestsins, sem nánar mun kynnt er ţar ađ kemur.


Svćđi

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauđárkrókur  |  Sími: 455 6345  |  KT 411014-1420  |  sogusetrid@gmail.com