Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Björn Gunnlaugsson og Skuggablakkur frá Kolkuósi.
Björn Gunnlaugsson og Skuggablakkur frá Kolkuósi.

Komin er á vefinn grein eftir forstöðumann Sögusetursins sem birtist í Feyki 13. tbl., 1. apríl 2020, á bls. 9.

Í greininni er, eftir smásveig sem tekin var og fjallað um reiðbúnað, s.s. um reiðskó og stígvél, gæruúlpur, svipur og píska, haldið áfram þar sem frá var horfið í 1. tbl. Feykis nú í ár, Íslenska gæðingakeppnin - Landsmótið 1950, og fjallað áfram um sögu íslensku gæðingakeppninnar en sú samantekt hófst með greininni Íslenska gæðingakeppnin í 46. tbl. Feykis 2019.

Á myndinni í greininni má sjá Björn Gunnlaugsson (1884-1965) og Skuggablakk frá Kolkuósi (1949-1965) á landsmótinu á Skógarhólum 1958. Björn er þá 74 ára og gæðingurinn 9 vetra. Mynd úr bókinni Á Fáki fráum.

Sjá greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420