Fréttir

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir, sagan rakin

Friðþjófur Þorkelsson. Mynd SÍH, Sig. Sigm.
Fyrsta Feykisgrein forstöðumanns SÍH á nýju ári; birtist á prenti á bls. 9 í 1. tbl. Feykis 41. árg., 6. janúar 2021. Haldið er áfram með sögu íþróttakeppninnar og athyglinni sérstaklega beint að árinu 1978 en þá var síðasta landsmótið haldið að Skógarhólum í Þingvallasveit en þá voru jafnframt í fyrsta sinn keppnisgreinar íþróttakeppna á dagskrá landsmóts.
Lesa meira

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir og skóluð reiðmennska ryðja sér til rúms

Sigurfinnur Þorsteinsson á Núpi frá Kirkjubæ.
Grein eftir forstöðumann sem birtist í 46. tbl. Feykis 2020, 2. desember sl. á bls. 9 er komin á vefinn. Þetta er tíunda Feykis greinin árið 2020 og er hér haldið áfram með umfjöllun um innreið íþróttakeppna í íslenska hestamennsku og á hvern hátt skóluð reiðmennska tók að ryðja sér til rúms smátt og smátt.
Lesa meira

Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir skjóta rótum

Björn Sveinsson og Hrímnir. Mynd úr safni SÍH.
Í síðustu greinum höfum við dvalið nokkuð við landsmótið 1970, en þá hófst vegferð sem við skulum nú feta áfram. Árið 1970 markaði upphaf þess þróunarskeiðs innan hestamenskunnar hér á landi sem kallast hestaíþróttir, ekki í merkingunni að á hestamennskuna hafi enginn litið sem íþrótt fyrr en þá, heldur að nýjar keppnisgreinar, sem fengu samheitið hestaíþróttir, voru teknar upp og knapar, einkum af yngri kynslóðinni á þeim tíma, fóru að leggja sig eftir þeim sérstaklega. Fyrst í stað var þetta nokkuð það sem líkja mætti við „jaðaríþrótt“ sem svo jafnt og þétt sótti í sig veðrið og er í dag orðin þungamiðjan í þeim hluta hestamennskunnar sem snýst um keppni.
Lesa meira

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  Sími: 455 6345  |  KT 411014-1420  |  sogusetrid@gmail.com