Uppruni kostanna

Í tengslum við setningarathöfn landsmóts hestamanna á Hólum fimmtudaginn 30. júní í sumar var sýningin Uppruni kostanna opnuð með formlegri athöfn í húsnæði Sögusetursins. Á næsta ári er ætlunin að gera stórátak hvað varðar rafræna miðlun á vegum setursins en hér meðfylgjandi má sjá helstu atriði sýningarinnar og enskan skýringarbækling með henni. 
Fjöldi gesta hefur komið að sjá sýninguna enda er sjón sögu ríkari, eins og sagt er. Þótt sumaropnun Sögusetursins sé nú löngu lokið er setrið opið fyrir hópa sem panta fyrirfram og er innifalin sérstök kynning á sýningunni.
Allar upplýsingar veitir Kristinn Hugason forstöðumaður í síma Söguseturs íslenska hestsins 455 6345 / 891 9879, tölvupóstur sogusetur@sogusetur.is / khuga@centrum.is
 

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420