Sumarstarfsfólk vantar

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjlatadal óskar eftir því að ráða öflugan starfskraft á meðan að sumaropnun setursins stendur yfir, frá 1. júní til 31. ágúst 2016.
Í starfinu felst varsla á sýningu setursins, leiðsögn um hana og tilfallandi störf í samráði við forstöðumann, s.s. vinna að heimasíðu, ljósmyndasafn o.fl. Um er að ræða spennandi starf fyrir áhugafólk um hesta, menningartengda ferðaþjónustu, þjóðmenningu o.fl. og er upplagt fyrir háskólastúdenta á einhverju þessara sviða.
Krafist er hugkvæmni, snyrtimennsku og framtakssemi. Viðkomandi þarf að geta bjargað sér á ensku gagnvart gestum og leiðsögn, hæfni að auki á norðurlandamáli og þýsku er kostur en ekki skilyrði.
Um er að ræða fullt starf en Setrið verður opið alla daga vikunnar þessa þrjá mánuði, frá kl. 9 til 17, afleysing fer fram í samráði við Ferðaþjónustuna á Hólum og forstöðumann. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma gagnvart vikudögum.  
Umsóknarfrestur er til 15. maí. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 891 9879 og e-mail khuga@centrum.is 
 
f.h. Söguseturs íslenska hestsins
Kristinn Hugason forstöðumaður. 
 

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420