Saga hrossaræktar - upphafið. Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Teikning úr bókinni Íslenski hesturinn (2004)
Teikning úr bókinni Íslenski hesturinn (2004)

Grein þessi birtist á prenti á bls. 9 í 33. tbl. Feykis, þann 1. september sl. Í greininni er hafin umfjöllun um sögu hrossakynbóta á Íslandi. Gerð er grein fyrir uppruna íslenska hestsins og hvernig hann mótaðist í gengum aldirnar fyrst og fremst fyrir áhrif náttúruúrvals. Sagt er frá fyrstu hvatningu til hrossakynbóta þar sem helstu forystumenn upplýsingastefnunnar á Íslandi voru að verki og stuttlega er sagt frá þeirri merku stefnu sem svo mjög hefur mótað hinn vestræna heim.  

Myndin sem greininni fylgir er teikning sem birtist á bls. 21 í bókinni Íslenski hesturinn, höf.: Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson o.fl. Útg.: MM og SÍH, 2004. Teikningin er af knerri landnámsmanns. Um borð með landsnámsmanninum eru eiginkona hans og börn, vinnuhjú og annað heimilisfólk, þ.m.t. vopnfærir menn. Helstu amboð, vistir, sáðkorn og búfénaður til að geta lifað af í nýju landi. Gripirnir voru valdir af kostgæfni þar eð rými um borð í skipunum var mjög takmarkað. Í eftirminnilegri ræðu við setningu ársþings LH árið 1990 varpaði Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags Íslands fram þeirri kenningu að gripirnir hefðu og iðulega verið ungir, ekki fullvaxta gagngert til að spara pláss en kyngæðingar að ætt.

Lesa má greinina hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420