Nýtt í safnbúðinni


Sögusetrið hefur látið framleiða derhúfur með lógói setursins. Húfurnar eru ljósdrapplitar og því heppilegar í sól og sumri, fara vel á höfði og með sérlega vel hannað der sem gerir þær m.a. að einstaklega hentugum höfuðfatnaði við akstur. 
 
Margt annað er á boðstólnum, s.s. skartgripir, handverksmunir úr hrosshári og töluvert úrval bóka sem erindi eiga við gesti setursins, sumar fágætar, sjá nánar á facebókarsíðu setursins.
Allt áhugafólk um hesta- og hestatengda menningu hvatt til að sækja Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal heim og gefa í leiðinni safnbúðinni gaum.
 
 
 

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420