Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Fyrsta íslandsmótið í hestaíþróttum

Reynir Aðalsteinsson á Stjarna. Mynd: SÍH
Reynir Aðalsteinsson á Stjarna. Mynd: SÍH

Í greininni er saga íþróttakeppnanna rakin áfram, með sérstaka áherslu á Evrópumótin vel fram á níunda áratuginn og fyrsta Íslandsmótið sem haldið var á Selfossi árið 1978 í samvinnu Íþróttaráðs LH sem sett var á laggirnar árið áður, 1977, og hestamannafélagsins Sleipnis. Í sambandi við umfjöllun í 9. tbl. Eiðfaxa 1978 um mótið birtist m.a. stutt viðtal við þáverandi formann UMFÍ, Hafstein Þorvaldsson, sem sagði: „Sjálfsagt að taka hestaíþróttirnar inn í íþróttahreyfinguna. Sum ungmennafélögin hafa nú þegar tekið þetta inn á stefnuskrá sína. Svona aðstaða er jafnsjálfsögð og önnur íþróttamannvirki. Annars þarf umræður um þessi mál og styrkja þessi málefni án þessað skerða þá starfsemi er fyrir er í gangi. Þessi keppni er geysiskemmtileg, þetta er svo fjölþætt og greinilegt að til þarf þjálfun eins og við aðrar íþróttagreinar.“

Nálgast má greinina hér.

Á myndinni hér til hliðar er Reynir Aðalsteinsson (1944-2012) á Stjarna frá Svignaskarði á fyrsta Evrópumótinu, árið 1970. Reynir var fremsti knapi Íslendinga á upphafsskeiði hestaíþróttanna á Íslandi og hlaut fyrstur mann gráðu tamningameistara FT árið 1978. Hann markaði djúp spor með lífsstarfi sínu í hestamennsku. Mynd úr safni SÍH, Friðþj.Þorkelss.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólum í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  KT 411014-1420